Lægri flug­fargjöld fyrir íbúa lands­byggð­arinnar

 • 40% afsláttur af heildar­fargjaldi fyrir allt að 6 flug­leggi á ári.
 • Fyrir alla með lög­heimili fjarri borginni og á eyjum.
 • Bætir aðgengi lands­byggðar að miðlægri þjónustu í höfuð­borginni.

Loftbrú veitir 40% afslátt af heildar­fargjaldi fyrir allar áætlunar­leiðir innan­lands til og frá höfuð­borgar­svæðinu. Fullur afsláttur er veittur hvort sem valið er afsláttar­fargjald eða fullt far­gjald. Hver einstaklingur getur fengið lægri fargjöld fyrir allt að þrjár ferðir til og frá Reykjavík á ári (sex flugleggir).

Hverjir eiga rétt á Loftbrú?

Er póstnúmer innan þjónustu­svæðis?

Póstnúmer þarf að vera þrír tölustafir

Undir Loftbrú falla Vest­firðir, hluti af Norður­landi vestra, Norðurland eystra, Austurland, Hornafjörður og Vest­manna­eyjar. Svæðið er afmarkað með tilliti til póst­númera. Alls ná afsláttar­kjör Loftbrúar til rúmlega 60 þúsund íbúa á þessum svæðum.

Afsláttar­kjörin nýtast öllum þeim sem sækja miðlæga þjónustu og afþreyingu á höfuð­borgar­svæðið og til að heimsækja ættingja og vini. Markmið verkefnisins er að jafna aðstöðumun íbúa og efla byggðir landsins með því að gera innanlands­flug að hagkvæmari samgöngu­kosti. Loftbrú er ætluð fólki sem fer í einka­erindum til höfuð­borgarinnar en ekki fyrir ferðir í atvinnu­skyni eða hefð­bundnar vinnu­ferðir.

 • Einn hópur hefur sér­­stöðu og um hann gildir undan­­tekning frá reglunni um að eiga lög­­heimili á lands­­byggðinni. Börn sem eru með lög­­heimili á höfuð­­borgarsvæðinu en eiga foreldra eða for­­ráðamenn sem hafa búsetu á lands­­byggðinni munu einnig eiga rétt á Loftbrú. Unnið er að nánari útfærslu á þjónustunni svo að börn sem búa á höfuðborgar­svæðinu en eiga foreldra á lands­byggðinni geti fengið afslátt og lægri flug­fargjöld með Loftbrú. Tíma­mörk hafa ekki verið ákveðin.

Hvernig nýti ég mér Loftbrú?

Ferlið er einfalt. Á þjónustu­vefnum Ísland.is auðkennir fólk sig með rafrænum skil­ríkjum eða Íslykli og þeir sem eiga rétt á Loftbrú fá yfirlit yfir réttindi sín. Þeir sem vilja nýta afsláttinn sækja á sömu síðu sérstakan afsláttar­kóða sem notaður er á bókunar­síðum flug­félaga þegar flug í áætlunar­flugi er pantað.

Afslátturinn er reiknaður af heildar­fargjaldi, þ.e. flug­fargjaldi, flug­vallargjaldi sem og öðrum gjöldum sem flug­félög inna af hendi.

Flug­félög bera ábyrgð á framboði og verð­lagningu flug­fargjalda.

Opna þjónustugátt á Ísland.is

Spurt & svarað

 • Allir íbúar lands­byggðarinnar sem eiga lög­heimili fjarri höfuð­borgarsvæðinu auk eyja án vegsambands. Eftir skráningu lög­heimilis getur orðið allt að 30 daga bið þangað til réttur á Loftbrú verður virkur.

 • Þrjár ferðir til og frá Reykjavík á ári (sex flugleggir).

 • Til þess að nýta sér Loftbrú þarf að skrá sig með rafrænum skilríkjum inn á Ísland.is. Þá kemur strax í ljós hvort viðkomandi eigi rétt á Loftbrú. Þar er einnig að finna yfirlit yfir hversu marga flug­leggi á eftir að nota. Þeir sem vilja nýta afsláttinn fá sérstakan afsláttar­kóða sem notaður er á bókunar­síðum flug­félaga.

 • Afsláttar­kjör með Loftbrú gilda um allt áætlunar­flug til og frá höfuðborgar­svæðinu, þar með talið tengi­flug um Akureyrar­flugvöll.

 • Nei, aðeins þeir sem hafa lögheimili á landsbyggðinni eiga rétt á Loftbrú.

 • Unnið er að nánari útfærslu á þjónustunni svo að börn sem búa á höfuðborgar­svæðinu en eiga foreldra á lands­byggðinni geti fengið afslátt og lægri flug­fargjöld með Loftbrú. Tíma­mörk hafa ekki verið ákveðin.

 • Í upplýsinga­síma Vegagerðarinnar 1777. Eigir þú í vandræðum með að nota afsláttinn í bókunar­kerfum flug­félaga er best að hafa samband við viðkomandi flug­félag.

 • Fólk getur nýtt sér afsláttar­kjörin með Loftbrú fyrir þrjár ferðir á hverju almanaksári (sex flugleggir). Þegar fólk hyggst nýta afsláttinn og bóka ferð er virkjaður afsláttar­kóði. Sá kóði er virkur í sólarhring en sé hann ekki notaður innan þess tíma verður að sækja nýjan kóða.

 • Eftir að afsláttar­kóði hefur verið sóttur á vef Ísland.is er farið inn á vef flug­félags og hakað í reit sem merktur er Loftbrú. Í bókunar­ferlinu er kóðinn sleginn inn í þar til gerðan reit í skrefi þar sem farþega­upplýsingar eru slegnar inn. Nafn og fæðingar­dagur farþega birtist þá sjálfkrafa.

 • Já, hægt er að breyta miða út frá skilmálum fargjalds. Niður­greiðslan frá Loftbrú gildir eingöngu af upphaflega bókuðum flug­miða, en ekki af breytingar­gjaldi né af mismun milli fargjalda. Breytingar­gjald reiknast út frá fullu fargjaldi.

 • Nei, ekki er leyfilegt að gera nafna­breytingu á miða sem keyptur hefur verið með afsláttar­kóða Loftbrúar.

 • Ef flugi er aflýst af flug­félagi á farþegi rétt á fullri endur­greiðslu eða breytingu án kostnaðar. Réttindin til að nota Loftbrú eru færð aftur inn á aðgang farþega, farþegi fær greitt til baka einungis það sem hann greiddi flug­félagi.

 • Ef flugi er aflýst af flug­félagi á farþegi rétt á fullri endur­greiðslu eða breytingu án kostnaðar. Réttindin til að nota Loftbrú eru færð aftur inn á aðgang farþega, farþegi fær greitt til baka einungis það sem hann greiddi flug­félagi.

 • Réttindin hjá Loftbrú eru færð aftur á aðgang far­þega skv. skil­málum þess far­gjalds sem valið var upprunalega, réttindin fást ekki tilbaka ef óendurgreiðslu­hæft far­gjald var valið. Afbókunar­gjald reiknast út frá fullu far­gjaldi.

 • Aðeins er hægt að nýta Loftbrú fyrir almenn fargjöld en ekki hópa­fargjöld. Fjölskyldur geta hins vegar bókað sig saman í bókunar­vél og er afsláttar­kóði þá settur inn fyrir hvern fjöl­skyldu­meðlim.

 • Vega­gerðin heldur utan um allar ríkis­styrktar almennings­samgöngur. Hjá stofnuninni er starfrækt almennings­samgöngu­deild sem mun halda utan um starfsemi Loftbrúar.

 • Kostnaður við greiðslu­þátttöku ríkisins við lækkun flug­fargjalda í verkefninu er metinn allt að 600 milljónum kr. á ársvísu og 200 milljónum kr. árið 2020. Gert er ráð fyrir þeim fjár­framlögum í samgöngu­áætlun sem samþykkt var í júní 2020.

 • For­ráðamenn barna yngri en 18 ára, sem eru með lög­heimili á sama stað, fá einnig yfirlit yfir réttindi barna sinna eftir auð­kenningu á Ísland.is. Þá geta börn yngri en 18 ára sem eru með rafræn skilríki sjálf kannað réttindi sín á Ísland.is.

 • Slíkt flug telst vera einn flug­leggur. Flug­leggir eru óháðir tengi­flugi. Dæmi um einn flug­legg er flug frá Akureyri til Reykjavíkur, eða frá Grímsey til Reykjavíkur með tengi­flugi um Akureyrar­flugvöll. Sama á við um flug frá Þórshöfn til Reykjavíkur og frá Vopnafirði til Reykjavíkur þar sem milli­lent er á Akureyri.

 • Afslátturinn miðast við bókunar­dagsetningu en ekki hvenær er flogið.

 • Nei, því miður er aðeins hægt að nýta þjónustu Loftbrúar með því að skrá sækja réttindi sín sig með rafrænum skil­ríkjum eða ís­lykli inn á Ísland.is. Hægt er að sækja um íslykil hér.

Finnur þú ekki svarið? Þjónustu­ver Vegagerðarinnar svarar fyrirspurnum um Loftbrú í síma 1777.
Ábendingar má senda á loftbru@vegagerdin.is.

Eigir þú í vand­ræðum með að nota afsláttinn í bókunar­kerfum flug­félaga er best að hafa samband við viðkomandi flug­félag.